Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn Þóra Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2014 06:00 Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun