Margar spurningar enn á lofti um MP Þorgils Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Spurningar hafa vaknað um tengsl ýmissa stjórnenda bankans við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar í samhengi við setningu frímarks vegna bankaskatts. Fréttablaðið/valli „Það eru margar spurningar sem vakna og þess vegna þarf að fá fram skýringar, sérstaklega út af þessum ríku tengslum, sem komu nokkuð á óvart,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðan fund í efnahags- og viðskiptanefnd á mánudag þar sem fjallað verður um ákvörðun 50 milljarða frískuldamarks vegna bankaskatts. Umræða hefur verið á lofti um tengsl milli stjórnarflokkanna og MP banka í því ljósi að ávörðunin um 50 milljarða frímarkið kom MP banka betur en flestum fjármálafyrirtækjum. Fram hefur komið að einn af framkvæmdastjórum MP banka er Sigurður Hannesson, sem er náinn ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP, banka er giftur systur Sigmundar Davíðs. Þá er Benedikt Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá MP banka, nú ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.Lítur illa út Innan bankageirans þykir þessi ákvörðun orka tvímælis, bæði hvernig þessi upphæð hafi komið til, sem og tengingarnar milli MP banka og stjórnarinnar. Hvernig sem þetta hafi komið til, líti það altjent illa út, sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins sem ekki vildi koma fram undir nafni. Forsvarsmenn Landsbanka og Arion banka vildu ekki tjá sig um málið og í svari frá Íslandsbanka var ekki vikið sérstaklega að 50 milljarða frískuldamarkinu, heldur deilt á bankaskattinn og íþyngjandi áhrif hans á banka hérlendis. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, sagði að ekkert væri hæft í vangaveltum um tengsl inn í MP-banka og setningu frímarksins. Það væri alls ekki inni á borði forsætisráðuneytisins. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar og upplýsingar sem Fréttablaðið óskaði eftir frá fjármálaráðuneytinu um tilurð 50 milljarða marksins bárust ekki í gær.FRosti sigurjónssonFrosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafnar því í samtali við Fréttablaðið að þessi tengsl hafi nokkuð að gera með ákvörðunina og nefndin hafi ekki lagt mat á áhrif frímarksins á einstaka banka. Fjármálaráðuneytið hafi ákvarðað upphæðina og vafasamt sé hvort það sé hlutverk alþingismanna í nefndinni að „velja banka inn eða út“ úr markinu. „Þarna eru einhver tengsl og vensl, en það er ekki þar með sagt að þar sé einhver sekt á ferðinni,“ segir Frosti. Hann segir að nefndarfólk hafi verið meðvitað, í ljósi athugasemda frá slitastjórnum, að allt sem þau gerðu í málinu gæti orkað tvímælis fyrir dómstólum, ákvæðu þær að fara þá leið fyrir þessi lög. „Þess vegna vorum við mjög á tánum að passa að allt væri eins vandað og hægt væri, og það dettur engum í hug að gera eitthvað sem orkar tvímælis við slíkar aðstæður. Það er enginn hvati til þess, heldur þvert á móti stórhættulegt. Ég trúi ekki að nokkrum detti slíkt í hug.“Mun lægra frímark lagt til Í umsögnum vegna bankaskattsins lögðu Straumur og Samband íslenskra sparisjóða til frímörk, annars vegar sjö milljarða og hins vegar þriggja milljarða, en það var áður en skattprósentan hækkaði margfalt eftir að ákveðið var að nýta skattinn til að fjármagna lánaleiðréttingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Frosti segir að eftir það hafi nefndarmenn haft áhyggjur af áhrifunum á minni banka og fagnað hækkun marksins, án þess að velta fyrir sér áhrifum þess á einstök fjármálafyrirtæki. Frosti segir að langbest sé að allt sé uppi á borðum í þessum málum. „Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið.“ Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það eru margar spurningar sem vakna og þess vegna þarf að fá fram skýringar, sérstaklega út af þessum ríku tengslum, sem komu nokkuð á óvart,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðan fund í efnahags- og viðskiptanefnd á mánudag þar sem fjallað verður um ákvörðun 50 milljarða frískuldamarks vegna bankaskatts. Umræða hefur verið á lofti um tengsl milli stjórnarflokkanna og MP banka í því ljósi að ávörðunin um 50 milljarða frímarkið kom MP banka betur en flestum fjármálafyrirtækjum. Fram hefur komið að einn af framkvæmdastjórum MP banka er Sigurður Hannesson, sem er náinn ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP, banka er giftur systur Sigmundar Davíðs. Þá er Benedikt Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá MP banka, nú ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.Lítur illa út Innan bankageirans þykir þessi ákvörðun orka tvímælis, bæði hvernig þessi upphæð hafi komið til, sem og tengingarnar milli MP banka og stjórnarinnar. Hvernig sem þetta hafi komið til, líti það altjent illa út, sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins sem ekki vildi koma fram undir nafni. Forsvarsmenn Landsbanka og Arion banka vildu ekki tjá sig um málið og í svari frá Íslandsbanka var ekki vikið sérstaklega að 50 milljarða frískuldamarkinu, heldur deilt á bankaskattinn og íþyngjandi áhrif hans á banka hérlendis. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, sagði að ekkert væri hæft í vangaveltum um tengsl inn í MP-banka og setningu frímarksins. Það væri alls ekki inni á borði forsætisráðuneytisins. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar og upplýsingar sem Fréttablaðið óskaði eftir frá fjármálaráðuneytinu um tilurð 50 milljarða marksins bárust ekki í gær.FRosti sigurjónssonFrosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafnar því í samtali við Fréttablaðið að þessi tengsl hafi nokkuð að gera með ákvörðunina og nefndin hafi ekki lagt mat á áhrif frímarksins á einstaka banka. Fjármálaráðuneytið hafi ákvarðað upphæðina og vafasamt sé hvort það sé hlutverk alþingismanna í nefndinni að „velja banka inn eða út“ úr markinu. „Þarna eru einhver tengsl og vensl, en það er ekki þar með sagt að þar sé einhver sekt á ferðinni,“ segir Frosti. Hann segir að nefndarfólk hafi verið meðvitað, í ljósi athugasemda frá slitastjórnum, að allt sem þau gerðu í málinu gæti orkað tvímælis fyrir dómstólum, ákvæðu þær að fara þá leið fyrir þessi lög. „Þess vegna vorum við mjög á tánum að passa að allt væri eins vandað og hægt væri, og það dettur engum í hug að gera eitthvað sem orkar tvímælis við slíkar aðstæður. Það er enginn hvati til þess, heldur þvert á móti stórhættulegt. Ég trúi ekki að nokkrum detti slíkt í hug.“Mun lægra frímark lagt til Í umsögnum vegna bankaskattsins lögðu Straumur og Samband íslenskra sparisjóða til frímörk, annars vegar sjö milljarða og hins vegar þriggja milljarða, en það var áður en skattprósentan hækkaði margfalt eftir að ákveðið var að nýta skattinn til að fjármagna lánaleiðréttingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Frosti segir að eftir það hafi nefndarmenn haft áhyggjur af áhrifunum á minni banka og fagnað hækkun marksins, án þess að velta fyrir sér áhrifum þess á einstök fjármálafyrirtæki. Frosti segir að langbest sé að allt sé uppi á borðum í þessum málum. „Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið.“
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda