Portishead og Interpol til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. janúar 2014 09:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol Nordicphotos/Getty Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. ATP í Keflavík Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com.
ATP í Keflavík Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira