Dagforeldrastéttin í hættu Eva Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2014 07:00 Sigrún Edda Lövdal á vinnustað sínum. Dagforeldrar telja um 470 á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira