Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 13:50 Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Vísir/AP Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa verið sökuð um að hafa hakkað tölvukerfi Sony kvikmyndafyrirtækisins og stolið þaðan nánast öllum tölvugögnum þar með persónulegum upplýsingum um starfsmenn fyrirtækisins. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að stjórnvöld í Norður Kóreu segðust geta sannað að þau hafi ekki staðið að töluárásinni á Sony og legðu til að bandarísk og norður kóresk stjórnvöld ynnu saman að því að upplýsa málið. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Sony hefði orðið fyrir miklum skaða af tölvuárásinni þegar hann var spurður hvort fyrirtækið hefði gert mistök með því að stöðva dreifingu myndarinnar the Interview. En um grínmynd er að ræða þar sem Kim il Un forseti Norður Kóreu er tekinn af lífi. Obama sagði starfsmönnum Sony hafa verið ógnað. Forsetinn sagðist hafa samúð með fyrirtækinu og starfsmönnum þess en að því sögðu teldi hann Sony hafa gert mistök með því að hætta við dreifingu myndarinnar. Hins vegar neituðu margar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum að sýna myndina af ótta við hefndaraðgerðir. Obama sagði Bandaríkjamenn ekki geta búið í samfélagi þar sem einhver einræðisherra út í heimi ritskoðaði grínmynd í Bandaríkjunum. Og bað forsetinn menn að íhuga ef gefið yrði eftir vegna gagnrýni á grínmynd hvað þessir sömu aðilar muni gera vegna heimildarmynda og frétta sem þeim líkaði ekki við.Yfirmenn Sony segjast ekki hættir við að dreifa kvikmyndinni og fyrirtækið sé að leita nýrra eða annarra leiða til að koma henni fyrir sjónir almennings en með sýningum í kvikmyndahúsum. Sony-hakkið Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa verið sökuð um að hafa hakkað tölvukerfi Sony kvikmyndafyrirtækisins og stolið þaðan nánast öllum tölvugögnum þar með persónulegum upplýsingum um starfsmenn fyrirtækisins. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að stjórnvöld í Norður Kóreu segðust geta sannað að þau hafi ekki staðið að töluárásinni á Sony og legðu til að bandarísk og norður kóresk stjórnvöld ynnu saman að því að upplýsa málið. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Sony hefði orðið fyrir miklum skaða af tölvuárásinni þegar hann var spurður hvort fyrirtækið hefði gert mistök með því að stöðva dreifingu myndarinnar the Interview. En um grínmynd er að ræða þar sem Kim il Un forseti Norður Kóreu er tekinn af lífi. Obama sagði starfsmönnum Sony hafa verið ógnað. Forsetinn sagðist hafa samúð með fyrirtækinu og starfsmönnum þess en að því sögðu teldi hann Sony hafa gert mistök með því að hætta við dreifingu myndarinnar. Hins vegar neituðu margar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum að sýna myndina af ótta við hefndaraðgerðir. Obama sagði Bandaríkjamenn ekki geta búið í samfélagi þar sem einhver einræðisherra út í heimi ritskoðaði grínmynd í Bandaríkjunum. Og bað forsetinn menn að íhuga ef gefið yrði eftir vegna gagnrýni á grínmynd hvað þessir sömu aðilar muni gera vegna heimildarmynda og frétta sem þeim líkaði ekki við.Yfirmenn Sony segjast ekki hættir við að dreifa kvikmyndinni og fyrirtækið sé að leita nýrra eða annarra leiða til að koma henni fyrir sjónir almennings en með sýningum í kvikmyndahúsum.
Sony-hakkið Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira