200 metra hlaupi, þrístökki og kúluvarpi mögulega hent útaf ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 11:30 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira