Durant tapaði í endurkomunni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 07:05 Vísir/AP Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97 NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira
Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97
NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira