Durant tapaði í endurkomunni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 07:05 Vísir/AP Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira