Woods: Stutta spilið var hræðilegt 5. desember 2014 16:45 Tiger Woods AP Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira