Körfubolti

Keflavík áfram í bikarnum | Úrvalsdeildarliðin áfram hjá konunum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Valur Orri Valsson
Valur Orri Valsson vísir/vilhelm
Keflavík lagði Þór Þ. 89-78 í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta karla í kvöld. Þrjú úrvalsdeildarlið fóru áfram í Powerade-bikar kvenna.

Staðan var jöfn Keflavík og Þór eftir þrjá leikhluta en Keflavík lék frábærlega í fjórða leikhluta og verður í hattinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.

William Thomas Graves VI skoraði 34 stig fyrir Keflavík. Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig og Valur Orri Valsson 15. Vincent Samford skoraði 20 stig fyrir Þór og Nemanja Sovic 16.

Grindavík vann rimmu úrvalsdeildarliðanna Grindavíkur og Hamars í 16 liða úrslitum kvenna 88-74 í Hveragerði.

Rachel Tecca fór mikinn fyrir Grindavík og skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. María Ben Erlingsdóttir skoraði 14 stig. Hjá Hamri var Sydnei Moss í sérflokki með 30 stig.

Haukar áttu ekki í vandræðum með fyrstu deildarlið Stjörnunnar. Haukar unnu öruggan 85-63 sigur í Garðabæ. Sylvía Rún Hálfdánardóttir fór á kostum í leiknum og skoraði 28 stig og tók 9 fráköst. Sólrún Inga Gísladóttir skoraði 13 stig.

Bryndís Hanna Hreinsdóttir skoraði 23 stig og Bára Fanney Hálfdánardóttir 16.

Úrvalsdeildarlið Breiðabliks lagi Þór Akureyri örugglega 62-51 á Akureyri en sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna því Þór vann fjórða leikhlutann 30-11.

Arielle Wideman skoraði 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Breiðablik. Helga Rut Hallgrímsdóttir skoraði 18 stig og tók 21 fráköst fyrir Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×