Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2014 12:39 Þrátt fyrir að stangveiðin hefjist ekki fyrr en 1. apríl 2015 eru fyrstu vorboðar veiðinnar næsta sumar þegar farnir að bæra á sér. Einn af þeim er útgáfudagur Veiðikortsins en nú er nýja kortið komið út og einhverjar breytingar hafa orðið á þeim vötnum sem verða í kortinu en breytingarnar eru þó mjög litlar. Hópið dettur út úr Veiðikortinu næsta sumar sem er leitt því vatnið er stórskemmtilegt og þá sérstaklega snemmsumars. Aftur á móti koma vötnin í Svínadal inn og það er fagnaðarefni fyrir veiðimenn sem búa stutt frá vötnunum og vilja gjarnan geta skotist í þau t.d. eftir vinnu. Í vötnunum er bleikja, urriði og lax. Veiðikortið er að detta inn á sölustaði og er verðið það sama og í fyrra eða 6.900 kr. Stangveiði Mest lesið Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Þrátt fyrir að stangveiðin hefjist ekki fyrr en 1. apríl 2015 eru fyrstu vorboðar veiðinnar næsta sumar þegar farnir að bæra á sér. Einn af þeim er útgáfudagur Veiðikortsins en nú er nýja kortið komið út og einhverjar breytingar hafa orðið á þeim vötnum sem verða í kortinu en breytingarnar eru þó mjög litlar. Hópið dettur út úr Veiðikortinu næsta sumar sem er leitt því vatnið er stórskemmtilegt og þá sérstaklega snemmsumars. Aftur á móti koma vötnin í Svínadal inn og það er fagnaðarefni fyrir veiðimenn sem búa stutt frá vötnunum og vilja gjarnan geta skotist í þau t.d. eftir vinnu. Í vötnunum er bleikja, urriði og lax. Veiðikortið er að detta inn á sölustaði og er verðið það sama og í fyrra eða 6.900 kr.
Stangveiði Mest lesið Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði