Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 15:09 Vísir/Anton Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins. Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins.
Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira