Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 15:09 Vísir/Anton Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins. Körfubolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins.
Körfubolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira