Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 14:15 Bjarni, fjármála- og efnahagsráðherra, Steinþór, bankastjóri Landsbankans, Guðrún, fer fyrir stærsta einstaka eiganda eignarhaldsfélagsins sem keypti Borgun, og Einar, föðurbróðir Bjarna og einn af nýju eigendum Borgunar. Vísir / Auðunn / Valli / GVA Landsbankinn seldi í síðasta mánuði stóran hlut í greiðslufyrirtækinu Borgun sem bankinn átti á móti Íslandsbanka. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem ekki var farið í opin söluferli. Vísir tók saman feril málsins. Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, setti sig í samband við Landsbanka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Landsbankans. Landsbankinn ákvað í kjölfarið að selja 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins fyrir tæpa 2,2 milljarða króna án þess að auglýsa hlutinn til sölu og gefa þannig öðrum færi á að gera tilboð.Bankinn á einnig hlut í Valitor sem hann hyggst selja.Vísir / GVA25. nóvember tilkynnti Landsbankinn um söluna á heimasíðu sinni. Þar sagði Steinþór Pálsson bankastjóri að Landsbankinn hafi undanfarið verið „áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki hefur átt meirihluta hlutafjár“. Kjarninn greinir frá því að stærsti einstaki aðilinn í hluthafahópnum eru Stálskip ehf. sem á rúm 23 prósent af heildarhlutafé félagsins, en hlutfjárflokkarnir eru þrír. Sjálfseignarfélagið Orbis Borgunar slf. er næststærsti einstaki hluthafinn með rúmlega 20 prósenta hlut. Það félag á bæði A og C hlutabréf en þeim fylgir mismunandi ábyrgð. Stálskip á B hlutabréf. Annar stór aðili sem stendur á bak við kaupin eru tengdur Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, fjölskylduböndum. Það eru feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson sem eiga 15,6 prósent ef heildarhlutafé eignarhaldsfélagsins í gegnum félagið P126 ehf. sem er í eigu Charamino Holdings Limited, félag þeirra í Lúxemborg. Einar er föðurbróðir Bjarna.Árni Páll hefur verið gagnrýninn á söluna.Vísir / DaníelBæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar gagnrýndu sölu Landsbankans en bankinn er að nær fullu í eigu ríkisins og hlutur Borgunar því í raun í eigu ríkisins. Eðlilegt þykir að selja eignir ríkisins í opnu og gagnsæu söluferli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið lyktaði af klíkuskap. Bankinn svarar fyrir söluna með nýrri yfirlýsingu þar sem segir bankinn hafi ákveðið „að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli“. Ástæðurnar sem taldar voru til voru einkum eftirfarandi:Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008.Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót.Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Forsvarsmenn Landsbankans, Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignahlut ríkisins í Landsbankanum, og Fjármálaeftirlitsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölunnar. Óljóst er hvað nákvæmlega fór fram á þeim fundi en tilgangurinn var að fræðast um söluferlið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Landsbankinn seldi í síðasta mánuði stóran hlut í greiðslufyrirtækinu Borgun sem bankinn átti á móti Íslandsbanka. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem ekki var farið í opin söluferli. Vísir tók saman feril málsins. Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, setti sig í samband við Landsbanka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Landsbankans. Landsbankinn ákvað í kjölfarið að selja 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins fyrir tæpa 2,2 milljarða króna án þess að auglýsa hlutinn til sölu og gefa þannig öðrum færi á að gera tilboð.Bankinn á einnig hlut í Valitor sem hann hyggst selja.Vísir / GVA25. nóvember tilkynnti Landsbankinn um söluna á heimasíðu sinni. Þar sagði Steinþór Pálsson bankastjóri að Landsbankinn hafi undanfarið verið „áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki hefur átt meirihluta hlutafjár“. Kjarninn greinir frá því að stærsti einstaki aðilinn í hluthafahópnum eru Stálskip ehf. sem á rúm 23 prósent af heildarhlutafé félagsins, en hlutfjárflokkarnir eru þrír. Sjálfseignarfélagið Orbis Borgunar slf. er næststærsti einstaki hluthafinn með rúmlega 20 prósenta hlut. Það félag á bæði A og C hlutabréf en þeim fylgir mismunandi ábyrgð. Stálskip á B hlutabréf. Annar stór aðili sem stendur á bak við kaupin eru tengdur Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, fjölskylduböndum. Það eru feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson sem eiga 15,6 prósent ef heildarhlutafé eignarhaldsfélagsins í gegnum félagið P126 ehf. sem er í eigu Charamino Holdings Limited, félag þeirra í Lúxemborg. Einar er föðurbróðir Bjarna.Árni Páll hefur verið gagnrýninn á söluna.Vísir / DaníelBæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar gagnrýndu sölu Landsbankans en bankinn er að nær fullu í eigu ríkisins og hlutur Borgunar því í raun í eigu ríkisins. Eðlilegt þykir að selja eignir ríkisins í opnu og gagnsæu söluferli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið lyktaði af klíkuskap. Bankinn svarar fyrir söluna með nýrri yfirlýsingu þar sem segir bankinn hafi ákveðið „að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli“. Ástæðurnar sem taldar voru til voru einkum eftirfarandi:Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008.Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót.Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Forsvarsmenn Landsbankans, Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignahlut ríkisins í Landsbankanum, og Fjármálaeftirlitsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölunnar. Óljóst er hvað nákvæmlega fór fram á þeim fundi en tilgangurinn var að fræðast um söluferlið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33