LeBron missti boltann og afhenti Spurs sigurinn | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 LeBron James tók tapið á sig. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad: NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad:
NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira