Snapchat safnar miklum upplýsingum um notendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2014 10:44 Evan Spiegel er framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar. Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar.
Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01