Fyrsti NBA-leikmaðurinn sem kom úr skápnum er hættur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2014 18:00 Vísir/Getty Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla. NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla.
NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30
Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22
Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45
Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00
Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00