Hafa safnað 6 milljónum króna vegna baráttu gegn ebólu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2014 16:39 Fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne er nú kominn í ríflega 14 þúsund. Vísir/Unicef Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag. Ebóla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag.
Ebóla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira