Hjálpi mér! Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 17:00 Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun