Helgi: Þarf þessa sigra þar sem ég er Knicksari og Arsenalmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 08:00 Helgi Már Magnússon. Vísir/Vilhelm Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56