DV skútan strandaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira