Ljósastaurar með hleðslu fyrir rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 11:56 BMW i8 tvinnbíll. Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent
Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent