Gylfi í Messunni: Gerbreyttist ekki við komuna til Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2014 19:07 Velska liðið Swansea hefur aldrei byrjað betur í ensku úrvalsdeildinni en nú. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á stóran þátt í því en hann skoraði annað marka sinna manna í 2-1 sigrinum á Arsenal í gær - stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Gylfi skoraði einnig sigurmark Swansea gegn Manchester United í fyrstu umferð tímabilsins en hefur þar að auki lagt upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sinna. Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni ræddu frábæra frammistöðu Gylfa í Messunni í kvöld og sýndu einnig viðtal sem Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók við Gylfa út í Belgíu í dag. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt þegar mörkin koma gegn stóru liðunum. Það kryddar þetta svolítið,“ segir Gylfi við Eirík Stefáns en Gylfi er hæstánægður með gengi sitt og liðsins til þessa á tímabilinu. „Auðvitað er langt eftir en ég býst við að ég bæti mig enn meira, bæði með Swansea og landsliðinu,“ segir miðjumaðurinn öflugi. Swansea var í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leikinn gegn Arsenal í gær en náði engu að síður að vinna eftir að hafa lent marki undir. Gylfi segir leikmenn sem hafi að miklu leyti staðið fyrir utan leikmannahóp Swansea hafi komið sterkir inn. „Þetta er það langt tímabil og það verða alltaf einhverjir sem þurfa að koma inn á vegna meiðsla og annars slíks. Þeir þurfa að vera tilbúnir.“ Gylfi neitar því ekki að þessi öfluga byrjun hafi komið sér á óvart. „Að vissu leyti en við höfum auðvitað trú á því sem við erum að gera. Næst er erfiður leikur gegn Manchester City en eftir hann eru nokkrir leikir sem við eigum möguleika á vinna og vonandi tekst okkur þá að styrkja stöðu okkar í deildinni enn frekar.“ Gylfi hrósar knattspyrnustjóranum Garry Monk sem bar ábyrgð á því að Gylfi var keyptur frá Tottenham í sumar. Monk var áður samherji Gylfa er þeir léku saman hjá Swansea á sínum tíma. „Það var svolítið skrýtið til að byrja með en eftir nokkrar vikur var maður farinn að venjast honum og hans þjálfunarstíl. En mér finnst hann frábær, sérstaklega miðað við að þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er afar vel skipulagður og leggur mikið í æfingarnar. Vonandi verður áfram hjá Swansea í mörg ár.“ Gylfi hefur blómstrað í sinni uppáhaldsstöðu hjá Swansea eftir að hafa verið að stórum hluta geymdur úti á kanti síðustu tvö árin hjá Tottenham. Gylfi segir þó að hann hafi vitanlega ekki gerbreyst sem leikmaður við það eitt að skipta um félag. „Mér fannst mjög gaman að vera í Tottenham og taka þátt í stórum leikjum með félaginu. En ég held að allir viti að það fæst mest úr mér á miðjunni en ekki á vinstri kantinum. Ég held að það sé eini munurinn á mér.“ Gylfi segir að fyrir tímabilið hafi markmið Swansea verið að halda sæti sínu í deildinni. „En það má auðvitað setja sér ný markmið þegar vel gengur. Nú skiptir máli að ná góðu skriði í bikarkeppninni og enda meðal tíu efstu - eins ofarlega í töflunni og hægt er.“ Allt viðtalið við Gylfa og umfjöllun strákanna í Messunni má finna í myndbandinu hér fyrir neðan. Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Velska liðið Swansea hefur aldrei byrjað betur í ensku úrvalsdeildinni en nú. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á stóran þátt í því en hann skoraði annað marka sinna manna í 2-1 sigrinum á Arsenal í gær - stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Gylfi skoraði einnig sigurmark Swansea gegn Manchester United í fyrstu umferð tímabilsins en hefur þar að auki lagt upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sinna. Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni ræddu frábæra frammistöðu Gylfa í Messunni í kvöld og sýndu einnig viðtal sem Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók við Gylfa út í Belgíu í dag. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt þegar mörkin koma gegn stóru liðunum. Það kryddar þetta svolítið,“ segir Gylfi við Eirík Stefáns en Gylfi er hæstánægður með gengi sitt og liðsins til þessa á tímabilinu. „Auðvitað er langt eftir en ég býst við að ég bæti mig enn meira, bæði með Swansea og landsliðinu,“ segir miðjumaðurinn öflugi. Swansea var í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leikinn gegn Arsenal í gær en náði engu að síður að vinna eftir að hafa lent marki undir. Gylfi segir leikmenn sem hafi að miklu leyti staðið fyrir utan leikmannahóp Swansea hafi komið sterkir inn. „Þetta er það langt tímabil og það verða alltaf einhverjir sem þurfa að koma inn á vegna meiðsla og annars slíks. Þeir þurfa að vera tilbúnir.“ Gylfi neitar því ekki að þessi öfluga byrjun hafi komið sér á óvart. „Að vissu leyti en við höfum auðvitað trú á því sem við erum að gera. Næst er erfiður leikur gegn Manchester City en eftir hann eru nokkrir leikir sem við eigum möguleika á vinna og vonandi tekst okkur þá að styrkja stöðu okkar í deildinni enn frekar.“ Gylfi hrósar knattspyrnustjóranum Garry Monk sem bar ábyrgð á því að Gylfi var keyptur frá Tottenham í sumar. Monk var áður samherji Gylfa er þeir léku saman hjá Swansea á sínum tíma. „Það var svolítið skrýtið til að byrja með en eftir nokkrar vikur var maður farinn að venjast honum og hans þjálfunarstíl. En mér finnst hann frábær, sérstaklega miðað við að þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er afar vel skipulagður og leggur mikið í æfingarnar. Vonandi verður áfram hjá Swansea í mörg ár.“ Gylfi hefur blómstrað í sinni uppáhaldsstöðu hjá Swansea eftir að hafa verið að stórum hluta geymdur úti á kanti síðustu tvö árin hjá Tottenham. Gylfi segir þó að hann hafi vitanlega ekki gerbreyst sem leikmaður við það eitt að skipta um félag. „Mér fannst mjög gaman að vera í Tottenham og taka þátt í stórum leikjum með félaginu. En ég held að allir viti að það fæst mest úr mér á miðjunni en ekki á vinstri kantinum. Ég held að það sé eini munurinn á mér.“ Gylfi segir að fyrir tímabilið hafi markmið Swansea verið að halda sæti sínu í deildinni. „En það má auðvitað setja sér ný markmið þegar vel gengur. Nú skiptir máli að ná góðu skriði í bikarkeppninni og enda meðal tíu efstu - eins ofarlega í töflunni og hægt er.“ Allt viðtalið við Gylfa og umfjöllun strákanna í Messunni má finna í myndbandinu hér fyrir neðan.
Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01