Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:10 Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira