Íslenski boltinn

Andri skrifaði undir hjá ÍBV

Andri í leik með ÍBV.
Andri í leik með ÍBV.
Andri Ólafsson ætlar að vera áfram á heimaslóðum en hann skrifaði í morgun undir nýjan samning við ÍBV.

Nýi samningurinn er til þriggja ára. Andri er því endanlega kominn heim eftir smá ævintýri hjá KR og Grindavík.

Andri gekk í raðir KR árið 2013 en spilaði ekkert með liðinu um sumarið vegna meiðsla. Í kjölfarið fór hann til Grindavíkur en skipti yfir í ÍBV um mitt síðasta tímabil.

Hann reyndist Eyjamönnum drjúgur í erfiðri baráttu og ætlar nú að vera áfram hjá sínu uppeldisfélagi.

Alls hefur Andri leikið 207 leiki í deild og bikar, þar af 198 fyrir ÍBV og alls hefur hann skorað 29 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×