Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna

Um reglulegan fund er að ræða en andrúmsloftið er sérstakt í ljósi tíðinda dagsins. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, Gísli Freyr Valdórsson, var fyrr í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka upplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins funduðu í herbergjum í þinghúsinu fyrir fundinn. Brynjar Níelsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tóku sér tíma í umræðu fyrir fundinn. Fram kom á RÚV fyrr í dag að Brynjar væri þeirrar skoðunar að ráðherra bæri hlutlæga ábyrgð á því verði aðstoðarmaður hans uppvís að refsiverðu broti.
Sjá einnig: Lekamálið frá A-Ö
Þá gáfu þau Einar K. Guðfinsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sig á tal saman í einu herbergja þinghússins og fleiri stungu saman nefjum. Alla jafna ganga þingmenn rakleiðis til fundar og greinilegt að þingmenn hafi viljað skiptast á skoðunum varðandi tíðindi dagsins fyrir fund.
Hanna Birna mætti á fundinn ásamt Þóreyju Vilhjálmsdóttur rétt í þann mund sem hann átti að hefjast.
Tengdar fréttir

Gísli Freyr bað samstarfsfólkið afsökunar
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, bað samstarfsfólk sitt í innanríkisráðuneytinu afsökunar á lekanum í morgun.

Svona var atburðarásin í lekamálinu
Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys
Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina.

Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær
Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum.

„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“
Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook.

Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos.

Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gísli Freyr grét í dómsal
Eiginkona hans þerraði tárin á hvarmi hans að fyrirtöku lokinni.

Fíladelfíusöfnuðurinn stendur með Gísla Frey
„Við viljum sjá hann vinna sig í gegnum þessa erfiðleika sem hann stendur í núna. Við þekkjum hann af góðu einu,“ segir formaður stjórnar Fíladelfíu.