Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:54 Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans. vísir/gva Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála. Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála.
Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08