Grafarþögn í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 15:24 Ráðuneytið vísar í formsatriði, sem er að allar fyrirspurning eða samband við starfsmenn ráðuneytisins verði að fara í gegnum upplýsingafulltrúa, sem er í fríi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla. Lekamálið Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla.
Lekamálið Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“