Enski boltinn

Baines ekki með Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baines í leik með Everton.
Baines í leik með Everton. Vísir/Getty
Leighton Baines, landsliðsbakvörður Englands, hefur þurft að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki vegna meiðsli aftan í læri.

England sem mætir Slóveníu og Skotlandi á næstu dögum er einungis með einn vinstri bakvörð eftir í hópnum, en það er Kieran Gibbs, bakvörður Arsenal.

Luke Shaw var hluti af 26 manna hóp enska landsliðsins, en þegar hópurinn var þrengdur í 23 manna hóp hlaut Shaw ekki auga Roy Hodgson, stjóra Englands. Reglur UEFA leyfa ekki að kalla Shaw nú inn í hópinn.

England mætir Slóveníu í dag og Skotlandi á vináttulandsleik á Celtic Park á þriðjudag, en Baines hefur alls spilað 29 leiki fyrir England. Hann var fyrsti kostur Englands í vinstri bakvörðinn á Heimsmeistaramótinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×