Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 27-25 | Baráttusigur ÍR-inga Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Björgvin Þór Hólmgeirsson. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum." Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum."
Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira