Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 27-25 | Baráttusigur ÍR-inga Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Björgvin Þór Hólmgeirsson. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum." Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum."
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira