Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2014 14:41 Helgi Jónas Guðfinnsson. vísir/stefán „Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona." Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona."
Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira