Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. nóvember 2014 09:57 Gísli hefur ekki viljað upplýsa hvaðan upplýsingarnar sem hann bætti við minnisskjalið komu. Vísir Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. Enn hefur ekki verið upplýst hvaðan gögn sem hann bætti við minnisblað ráðuneytisins komu. Þetta er fullyrt í DV í dag. Gísli Freyr hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Samkvæmt frétt DV hringdi Sigríður einu sinni í Gísla Frey og hann tvívegis í farsímanúmer hennar daginn sem fréttir byggðar á lekanum voru birtar. Þá hafi hún einnig sent honum tölvupóst sama dag.Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu Gísli Freyr hefur viðurkennt að hafa bætt við setningu aftast í trúnaðarskjalið sem hann hefur verið dæmdur fyrir að leka. Í þeirri setningu var vísað til þess að rannsóknargögn bentu til að hælisleitandinn Tony Omos hefði beitt barnshafandi konu þrýstingi til að segja að hann væri faðir barnsins. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Gísli Freyr að hann muni ekki hvað hann hafi rætt við Sigríði en að samtölin hafi verið tvö en ekki þrjú. Hann hefur ekki viljað upplýsa hvaðan hann fékk þær upplýsingar. Í viðtali við Kastljós sagðist Gísli ekki ætla að hætta á aðra ákæru með því að gefa það upp. Sigríður Björk var í sumar skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu af Hönnu Birnu í kjölfar uppsagnar Stefáns Eiríkssonar. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til athugunar afskipti Hönnu Birnu af rannsókn lögreglunnar á lekamálinu sem heyrði beint undir Stefán. Ekki náðist í Sigríði við vinnslu fréttarinnar. Lekamálið Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. Enn hefur ekki verið upplýst hvaðan gögn sem hann bætti við minnisblað ráðuneytisins komu. Þetta er fullyrt í DV í dag. Gísli Freyr hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Samkvæmt frétt DV hringdi Sigríður einu sinni í Gísla Frey og hann tvívegis í farsímanúmer hennar daginn sem fréttir byggðar á lekanum voru birtar. Þá hafi hún einnig sent honum tölvupóst sama dag.Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu Gísli Freyr hefur viðurkennt að hafa bætt við setningu aftast í trúnaðarskjalið sem hann hefur verið dæmdur fyrir að leka. Í þeirri setningu var vísað til þess að rannsóknargögn bentu til að hælisleitandinn Tony Omos hefði beitt barnshafandi konu þrýstingi til að segja að hann væri faðir barnsins. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Gísli Freyr að hann muni ekki hvað hann hafi rætt við Sigríði en að samtölin hafi verið tvö en ekki þrjú. Hann hefur ekki viljað upplýsa hvaðan hann fékk þær upplýsingar. Í viðtali við Kastljós sagðist Gísli ekki ætla að hætta á aðra ákæru með því að gefa það upp. Sigríður Björk var í sumar skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu af Hönnu Birnu í kjölfar uppsagnar Stefáns Eiríkssonar. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til athugunar afskipti Hönnu Birnu af rannsókn lögreglunnar á lekamálinu sem heyrði beint undir Stefán. Ekki náðist í Sigríði við vinnslu fréttarinnar.
Lekamálið Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira