Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. nóvember 2014 09:57 Gísli hefur ekki viljað upplýsa hvaðan upplýsingarnar sem hann bætti við minnisskjalið komu. Vísir Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. Enn hefur ekki verið upplýst hvaðan gögn sem hann bætti við minnisblað ráðuneytisins komu. Þetta er fullyrt í DV í dag. Gísli Freyr hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Samkvæmt frétt DV hringdi Sigríður einu sinni í Gísla Frey og hann tvívegis í farsímanúmer hennar daginn sem fréttir byggðar á lekanum voru birtar. Þá hafi hún einnig sent honum tölvupóst sama dag.Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu Gísli Freyr hefur viðurkennt að hafa bætt við setningu aftast í trúnaðarskjalið sem hann hefur verið dæmdur fyrir að leka. Í þeirri setningu var vísað til þess að rannsóknargögn bentu til að hælisleitandinn Tony Omos hefði beitt barnshafandi konu þrýstingi til að segja að hann væri faðir barnsins. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Gísli Freyr að hann muni ekki hvað hann hafi rætt við Sigríði en að samtölin hafi verið tvö en ekki þrjú. Hann hefur ekki viljað upplýsa hvaðan hann fékk þær upplýsingar. Í viðtali við Kastljós sagðist Gísli ekki ætla að hætta á aðra ákæru með því að gefa það upp. Sigríður Björk var í sumar skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu af Hönnu Birnu í kjölfar uppsagnar Stefáns Eiríkssonar. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til athugunar afskipti Hönnu Birnu af rannsókn lögreglunnar á lekamálinu sem heyrði beint undir Stefán. Ekki náðist í Sigríði við vinnslu fréttarinnar. Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. Enn hefur ekki verið upplýst hvaðan gögn sem hann bætti við minnisblað ráðuneytisins komu. Þetta er fullyrt í DV í dag. Gísli Freyr hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Samkvæmt frétt DV hringdi Sigríður einu sinni í Gísla Frey og hann tvívegis í farsímanúmer hennar daginn sem fréttir byggðar á lekanum voru birtar. Þá hafi hún einnig sent honum tölvupóst sama dag.Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu Gísli Freyr hefur viðurkennt að hafa bætt við setningu aftast í trúnaðarskjalið sem hann hefur verið dæmdur fyrir að leka. Í þeirri setningu var vísað til þess að rannsóknargögn bentu til að hælisleitandinn Tony Omos hefði beitt barnshafandi konu þrýstingi til að segja að hann væri faðir barnsins. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Gísli Freyr að hann muni ekki hvað hann hafi rætt við Sigríði en að samtölin hafi verið tvö en ekki þrjú. Hann hefur ekki viljað upplýsa hvaðan hann fékk þær upplýsingar. Í viðtali við Kastljós sagðist Gísli ekki ætla að hætta á aðra ákæru með því að gefa það upp. Sigríður Björk var í sumar skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu af Hönnu Birnu í kjölfar uppsagnar Stefáns Eiríkssonar. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til athugunar afskipti Hönnu Birnu af rannsókn lögreglunnar á lekamálinu sem heyrði beint undir Stefán. Ekki náðist í Sigríði við vinnslu fréttarinnar.
Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira