Snapcash er unnið í samstarfi við Square, sem sérhæfir sig í netgreiðslum.
Á vef Forbes segir að fyrirtækin eigi eftir að svara spurningum varðandi öryggi upplýsinga. Hökkurum tókst nýverið að koma höndum yfir fjölda mynda úr Snapchat og notendur eru enn mjög varir um sig og persónuupplýsingar sínar.
Enn sem komið er Snapcash eingöngu fáanlegt í Bandaríkjunum fyrir einstaklinga sem eru eldri en 18 ára. Í tilkynningunni er ekkert sagt til um framtíðarþróun forritsins, né hvar það verður fáanlegt.