Toyota og Land Rover bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 10:02 Enn eina ferðina er Toyota verðlaunað fyrir gott endursöluverð. Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent