Toyota og Land Rover bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 10:02 Enn eina ferðina er Toyota verðlaunað fyrir gott endursöluverð. Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent