Lögreglustjóri hugsanlega brotið lög og gæti þurft að víkja Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:20 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira