Rannsókn á flugslysinu miðar vel 2. nóvember 2014 12:39 Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48