Við erum menningarþjóð Jónas Sen skrifar 3. nóvember 2014 07:46 Á Íslandi er áberandi gróska í tónlistarlífinu. Í hverjum mánuði er haldinn fjöldi tónleika, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tónlistarskólar eru afar margir. Sjálfsagður hlutur þykir að senda börn í tónlistarnám. Slíkt nám getur borið ríkulegan ávöxt. Það sannaðist er Björk Guðmundsdóttir kom Íslandi á sínum tíma á kort tónlistarheimsins svo um munaði. Aðrir hafa fetað í fótspor hennar. Þar á meðal er Sigur Rós og Of Monsters and Men. Airwaves-hátíðin vekur líka mikla athygli og þegar hún er haldin koma hingað erlendir umboðsmenn og blaðafólk í leit að stjörnum morgundagsins. Íslendingar eru því montnir af tónlistarmenningu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbókmenntirnar til að státa okkur af og landslagið sem málararnir okkar kepptust við að mæra. Nú er það hins vegar að stórum hluta tónlistarfólkið sem ber hróður landsins um víðan völl. Hverjum skyldi það vera að þakka? Jú, tónlistarkennurum. Flestir af okkar frægu músíköntum lærðu í tónlistarskólum. Þessir skólar eru því mikilvæg undirstaða tónlistarmenningarinnar. Nú eru tónlistarkennarar sem eru innan Kennarasambandsins í verkfalli. Sveitarfélög og ríkið sömdu nýverið við kennara framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. Við þessa samninga hafa tónlistarkennarar miðað svo árum skiptir. Þeir vilja núna sanngjarna leiðréttingu á launum sínum til samræmis við aðrar kennarastéttir. Þessa kröfu hefur samninganefnd sveitarfélaganna hunsað síðustu ellefu mánuði. Að sveitarfélögin skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tónlistarkennurum er dapurlegt þegar haft er í huga mikilvægi tónlistarkennslu. Ímyndum okkur að það væri ekki tónlistarkennsla hér. Það þýddi að aðeins ómenntaðir tónlistarmenn héldu uppi tónlistarlífinu. Þeir allra metnaðargjörnustu kynnu vinnukonugripin á gítar, héldu takti á trommusettið, gætu glamrað einhverja hljóma á píanó, spilað á greiðu og kannski sög í leiðinni. Engin sinfóníuhljómsveit eða ópera væri starfandi. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men - hvaða lið er nú það? Orgelleikur þekktist ekki í jarðarförum eða brúðkaupum, kirkjutónlist væri kórsöngur þar sem hver syngi með sínu nefi. Áhugamannakórar væru til en ekki menntaður kórstjóri til að stjórna þeim. Eina tónlistin sem þjóðin hefði aðgang að væri á erlendum geisladiskum og Spotify. Íslensk tónlist væri óþekkt fyrirbæri og íslenskir tónlistarmenn líka. Hvernig menning væri það? Þið hjá sveitarfélögunum, hafið þið hugleitt þetta? Með því að samþykkja ekki eðlilegar launakröfur tónlistarkennara eruð þið að stuðla að því að tónlistarkennsla verði miklu lakari en hún hefur áður verið. Við viljum ekki slíkt samfélag. Við erum menningarþjóð og þar skiptir tónlistin gríðarlegu máli. Ekki eyðileggja hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er áberandi gróska í tónlistarlífinu. Í hverjum mánuði er haldinn fjöldi tónleika, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tónlistarskólar eru afar margir. Sjálfsagður hlutur þykir að senda börn í tónlistarnám. Slíkt nám getur borið ríkulegan ávöxt. Það sannaðist er Björk Guðmundsdóttir kom Íslandi á sínum tíma á kort tónlistarheimsins svo um munaði. Aðrir hafa fetað í fótspor hennar. Þar á meðal er Sigur Rós og Of Monsters and Men. Airwaves-hátíðin vekur líka mikla athygli og þegar hún er haldin koma hingað erlendir umboðsmenn og blaðafólk í leit að stjörnum morgundagsins. Íslendingar eru því montnir af tónlistarmenningu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbókmenntirnar til að státa okkur af og landslagið sem málararnir okkar kepptust við að mæra. Nú er það hins vegar að stórum hluta tónlistarfólkið sem ber hróður landsins um víðan völl. Hverjum skyldi það vera að þakka? Jú, tónlistarkennurum. Flestir af okkar frægu músíköntum lærðu í tónlistarskólum. Þessir skólar eru því mikilvæg undirstaða tónlistarmenningarinnar. Nú eru tónlistarkennarar sem eru innan Kennarasambandsins í verkfalli. Sveitarfélög og ríkið sömdu nýverið við kennara framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. Við þessa samninga hafa tónlistarkennarar miðað svo árum skiptir. Þeir vilja núna sanngjarna leiðréttingu á launum sínum til samræmis við aðrar kennarastéttir. Þessa kröfu hefur samninganefnd sveitarfélaganna hunsað síðustu ellefu mánuði. Að sveitarfélögin skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tónlistarkennurum er dapurlegt þegar haft er í huga mikilvægi tónlistarkennslu. Ímyndum okkur að það væri ekki tónlistarkennsla hér. Það þýddi að aðeins ómenntaðir tónlistarmenn héldu uppi tónlistarlífinu. Þeir allra metnaðargjörnustu kynnu vinnukonugripin á gítar, héldu takti á trommusettið, gætu glamrað einhverja hljóma á píanó, spilað á greiðu og kannski sög í leiðinni. Engin sinfóníuhljómsveit eða ópera væri starfandi. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men - hvaða lið er nú það? Orgelleikur þekktist ekki í jarðarförum eða brúðkaupum, kirkjutónlist væri kórsöngur þar sem hver syngi með sínu nefi. Áhugamannakórar væru til en ekki menntaður kórstjóri til að stjórna þeim. Eina tónlistin sem þjóðin hefði aðgang að væri á erlendum geisladiskum og Spotify. Íslensk tónlist væri óþekkt fyrirbæri og íslenskir tónlistarmenn líka. Hvernig menning væri það? Þið hjá sveitarfélögunum, hafið þið hugleitt þetta? Með því að samþykkja ekki eðlilegar launakröfur tónlistarkennara eruð þið að stuðla að því að tónlistarkennsla verði miklu lakari en hún hefur áður verið. Við viljum ekki slíkt samfélag. Við erum menningarþjóð og þar skiptir tónlistin gríðarlegu máli. Ekki eyðileggja hana.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun