„Við steikjum KR-ingana kanalausir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 12:26 Vísir/Daníel/Stefán Grindavík er enn að leita sér að nýjum Bandaríkjamanni en Joey Haywood er farinn frá félaginu. Hann spilaði sinn síðasta leik í sigrinum á Þór á fimmtudagskvöld. Grindavík missti Sigurð Þorsteinsson í atvinnumennsku til Svíþjóðar skömmu áður en tímabilið hófst og er nú að leita sér að miðherja í hans stað. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir sigurinn á fimmtudag. „Leit stendur enn yfir. Það er nóg úrval en ég get ekkert sagt um hvað verður,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Við erum í sambandi við bæði leikmenn og umboðsmenn og erum að reyna að velja þann eina rétta. Við fórum í gegnum fjóra Kana í fyrra en þar áður höfðum við verið mjög heppnir með útlendinga.“ „Það er ekkert stress á okkur. Við erum lemstraðir og vitum af því en við verðum fullmannaðir um jólin. Við ætlum að flýta okkur hægt og finna rétta leikmanninn,“ sagði Jón Gauti en Grindavík mætir KR í vesturbænum á fimmtudaginn. Liðið verður þá alíslenskt. „Við stekjum KR-ingana kanalausir,“ sagði hann í léttum dúr. „Við ætlum að láta þá hafa fyrir hlutunum.“ Íslensk félög þurfa nú að fá leyfi fyrir erlenda leikmenn hjá bæði Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun áður en þeir koma til landsins. Leikmennirnir þurfa enn fremur að framvísa sakavottorði en allt ferlið getur tekið þó nokkra daga. Það eru því líkur á að það muni líða nokkur tími áður en Grindavík fær nýjan Bandaríkjamann í gula búninginn. Grindavík er í fimmta sæti Domino's-deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30 Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Grindavík er enn að leita sér að nýjum Bandaríkjamanni en Joey Haywood er farinn frá félaginu. Hann spilaði sinn síðasta leik í sigrinum á Þór á fimmtudagskvöld. Grindavík missti Sigurð Þorsteinsson í atvinnumennsku til Svíþjóðar skömmu áður en tímabilið hófst og er nú að leita sér að miðherja í hans stað. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir sigurinn á fimmtudag. „Leit stendur enn yfir. Það er nóg úrval en ég get ekkert sagt um hvað verður,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Við erum í sambandi við bæði leikmenn og umboðsmenn og erum að reyna að velja þann eina rétta. Við fórum í gegnum fjóra Kana í fyrra en þar áður höfðum við verið mjög heppnir með útlendinga.“ „Það er ekkert stress á okkur. Við erum lemstraðir og vitum af því en við verðum fullmannaðir um jólin. Við ætlum að flýta okkur hægt og finna rétta leikmanninn,“ sagði Jón Gauti en Grindavík mætir KR í vesturbænum á fimmtudaginn. Liðið verður þá alíslenskt. „Við stekjum KR-ingana kanalausir,“ sagði hann í léttum dúr. „Við ætlum að láta þá hafa fyrir hlutunum.“ Íslensk félög þurfa nú að fá leyfi fyrir erlenda leikmenn hjá bæði Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun áður en þeir koma til landsins. Leikmennirnir þurfa enn fremur að framvísa sakavottorði en allt ferlið getur tekið þó nokkra daga. Það eru því líkur á að það muni líða nokkur tími áður en Grindavík fær nýjan Bandaríkjamann í gula búninginn. Grindavík er í fimmta sæti Domino's-deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30 Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30
Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10