Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. nóvember 2014 15:35 Hljómsveitin The Conspirators sem er væntanleg með Slash til landsins. Gítarleikarinn Slash er án efa einhver þekktasti gítarleikari veraldar í dag og ættu flestir að þekkja kappann í sjón enda skartar hann ávallt einkennisútliti sínu, svartur hattur, sítt krullað hár sem hylur stóran hluta andlitsins og sólgleraugu, en á síðustu árum hefur hinsvegar sígarettan horfið úr munnvikunni og Jack Daniels flaskan sést víst ekki nálægt okkar manni lengur. En þessi magnaði tónlistarmaður er af mörgum talinn einn besti gítarleikari sögunnar en hann gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Guns N‘Roses en plötur sveitarinnar hafa selst í um 100 milljón eintökum. Eftir að Slash sagði skilið við Guns N‘ Roses stofnaði hann ofur hljómsveitina Velvet Revolver sem hefur gefið út tvær plötur. Síðan árið 2010 hefur Slash einbeitt sér að sólóferli sínum og þriðja sólóplata hans kom út fyrir skömmu og kallast World of Fire. Í tilefni plötunnar er Slash á leið til Íslands og verður með tónleika ásamt hljómsveit sinni í Laugardalshöll þann 6. desember næstkomandi en miðasala á tónleikana er í fullum gangi. Í tilefni tónleikana heyrði undirritaður í gítarleikaranum og spjallaði um ferilinn og komuna til Íslands. Nýja platan hans Slash inniheldur hvorki meira né minna en 17 lög en Slash segir að í raun hafi verið erfiðara að raða lögunum upp á plötuna heldur en að semja lögin, „Það gerist bara náttúrulega, við enduðum með svona mörg lög og okkur fannst ekkert lag vera uppfyllingarefni en síðustu plötur sem ég hef gert hafa allar innihaldið fleiri lög en hefur þurft og það sem ég gerði áður var að gefa út lúxusplötu seinna meir með aukaefni en okkur langaði ekki að gera það núna svo við settum bara öll lögin á plötuna“ En hvernig semur þú lögin? „90% af lögunum voru samin á tónleikaferðalagi og ég tek upp mismunandi hugmyndir á ferðalögum og set hugmyndirnar svo saman, við þróum þessar hugmyndir svo í hljóðprufum. Þegar að tónleikaferðin er búin hittist hljómsveitin svo og við setjum þessi lög saman, tökum upp demó og sendum á Myles (Kennedy, söngvari) og þegar hann er ekki sjálfur að ferðast með Alter Bridge hittumst við allir og klárum lögin.“Gítarleikarinn Slash heldur tónleika hér í desember.NordicPhotos/GettyTónleikaferð Slash um Evrópu hefst fljótlega í Dublin og síðustu tónleikarnir verða svo í Reykjavík 6. desember. Aðspurður um hvort væri skemmtilegra að vera í hljóðveri eða á ferðalagi stóð ekki á svörum hjá Slash, „Það er miklu skemmtilegra á tónleikaferðum. Ég er mjög óþolinmóður þegar kemur að hljóðversvinnu og vil helst klára allt sem fyrst til að geta byrjað að koma fram á tónleikum. Ég held reyndar að ómeðvitað hafi það alltaf verið hugsunin þegar ég byrjaði að spila á gítar, að komast í hljómsveit til að geta komið fram á tónleikum.“Slash vakti mikla athygli þegar hann gaf út myndband við lagið World on Fire, fyrsta smáskífa samnefndrar plötu, en myndbandið þykir í grófari kantinum og er m.a. bannað fyrir áhorfendur yngri en 16 ára á Youtube. Slash segir þó að þessi „hættulega“ ímynd hans sé ekki eitthvað sem hann hugsar meðvitað um. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa út í, ég held að ég gæti ekki einu sinni bent á þetta sjálfur“ segir Slash og hlær. Litlu munaði að Slash kæmi til Íslands árið 2006 ásamt hljómsveitinni Velvet Revolver en vegna erfiðleika hjá Scott Weiland, söngvara sveitarinnar, þurftu þeir að hætta við alla fyrirhugaða tónleika sína í Evrópu og verður þetta því í fyrsta sinn sem Slash spilar á Íslandi, eitthvað sem hann var ekki alveg með á hreinu sjálfur. „Við vorum einmitt að pæla í þessu, ég hélt að ég hefði spilað áður á Íslandi en það er trúlega útaf Velvet Revolver tónleikunum sem áttu að vera þar, en þessvegna er ég mjög spenntur að koma. Mér finnst alltaf gaman að koma á staði í fyrsta sinn auk þess veit ég að Íslendingar eru miklir rokkarar og þar eru góðir rokkáhorfendur.“ Hann segist þó ekki geta skoðað mikið af landinu að þessu sinni „Því miður komum við til landsins kvöldið áður en að tónleikarnir fara fram og svo þurfum við að fljúga beint heim degi seinna en þá komum við bara aftur síðar.“ En hvað gerir Slash til að eyða tíma á tónleikaferðum, sérstaklega eftir að hann hætti að drekka? „Ég reyni að semja eins mikið og ég get, ég dregið mig talsvert í hlé á ferðalögum og eyði miklum tíma á hótelherberginu eða búningsklefanum að spila á gítarinn. Ég reyni þó alltaf að sjá öll þessi helstu kennileiti á hverjum stað fyrir sig.“Slash og Michael Jackson árið 2001.En þegar hann var spurður hvort hann hafi einhver ráð handa þeim sem eru að byrja að feta sig áfram í tónlistarbrananum stóð ekki á svörum. „Ég hef helling af ráðum en fæstir vilja heyra þau“ sagði Slash hlæjandi. „En ef þú spilar á hljóðfæri og er heiðarlegur og í þessu af öllum réttu ástæðunum er þetta það besta í heimi og um að gera að halda áfram, en ég myndi ekki mæla með að fólk reyni að gera starfsferil úr þessu því það er mjög erfitt, sérstaklega núna. Hluti af ráðum mínum væri því að hvetja alla að halda áfram að spila en gera það af réttu ástæðunum, þetta snýst allt um tónlistina en ekki frægð og frama. Í gamla daga stofnaði maður hljómsveit og vonaðist svo eftir að peningarnir kæmu flæðandi en það er ekki þannig lengur.“ Undanfarið hefur Slash einmitt talað gegn þessum tónlistarbransa og hversu erfitt er fyrir nýjar hljómsveitir að komast á framfæri og hefur hann m.a. stofnað sitt eigið útgáfufyrirtæki til að gefa út plötur sínar, hann segir þó að það hafi ekki verið gert til þess að öðlast listrænt frelsi. „Það gefur mér vissulega frelsi til að gera allt sem ég vil en ég hef svosem alltaf gert hlutina nákvæmlega eins og ég vil hafa þá, en það er betra fyrir mig að gera þetta sjálfur núna en að vera bundin einhverju plötufyrirtæki. Í rokktónlist eru vonir um að slá í gegn hjá plötufyrirtæki nánast engar. En ég hef líka möguleika á að gera þetta sjálfur, ég hef verið í þesu svo lengi að ég get leyft mér það, en jafnvel fyrir nýjar hljómsveitir eru leiðir til þess að standa sjálfar í útgáfu með nokkuð ódýrum hætti. En til að dreifa plötum þarf þó að treysta á aðra, jafnvel ég dreifi plötunni minni ekki sjálfur heldur er útgáfufyrirtæki sem sér um það.“ En eftir að Slash hóf sólóferil sinn hefur hann aldrei verið feimin að spila öll vinsælustu lög þeirra hljómsveita sem hann hefur starfað með, bæði Guns N‘ Roses og Velvet Revolver. Þykir honum enn svona vænt um þessi lög? „Já, algjörlega! Það er nú eiginlega ástæðan af hverju ég hóf sólóferil, ég hafði ekki það frelsi í Velvet Revolver að spila Guns N‘ Roses lögin. Eftir að ég hóf sólóferilinn get ég núna spilað allt sem ég vil, þó svo að af megninu eru þetta lög af sólóferlinum.“ En eru þá einhverjir möguleikar á að hann gangi aftur til liðs við Guns N‘ Roses? „Ekki eins og staðan er í dag nei.“ Eins og fyrr segir fara tónleikar Slash og hljómsveitar fram í Laugardalshöll þann 6.desember og er hægt að nálgast miða hér. Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Félagsmálaráðherra ræddi húsnæðismál, Breiðholtið og skuldaniðurfellingu Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Styður afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma rök Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon
Gítarleikarinn Slash er án efa einhver þekktasti gítarleikari veraldar í dag og ættu flestir að þekkja kappann í sjón enda skartar hann ávallt einkennisútliti sínu, svartur hattur, sítt krullað hár sem hylur stóran hluta andlitsins og sólgleraugu, en á síðustu árum hefur hinsvegar sígarettan horfið úr munnvikunni og Jack Daniels flaskan sést víst ekki nálægt okkar manni lengur. En þessi magnaði tónlistarmaður er af mörgum talinn einn besti gítarleikari sögunnar en hann gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Guns N‘Roses en plötur sveitarinnar hafa selst í um 100 milljón eintökum. Eftir að Slash sagði skilið við Guns N‘ Roses stofnaði hann ofur hljómsveitina Velvet Revolver sem hefur gefið út tvær plötur. Síðan árið 2010 hefur Slash einbeitt sér að sólóferli sínum og þriðja sólóplata hans kom út fyrir skömmu og kallast World of Fire. Í tilefni plötunnar er Slash á leið til Íslands og verður með tónleika ásamt hljómsveit sinni í Laugardalshöll þann 6. desember næstkomandi en miðasala á tónleikana er í fullum gangi. Í tilefni tónleikana heyrði undirritaður í gítarleikaranum og spjallaði um ferilinn og komuna til Íslands. Nýja platan hans Slash inniheldur hvorki meira né minna en 17 lög en Slash segir að í raun hafi verið erfiðara að raða lögunum upp á plötuna heldur en að semja lögin, „Það gerist bara náttúrulega, við enduðum með svona mörg lög og okkur fannst ekkert lag vera uppfyllingarefni en síðustu plötur sem ég hef gert hafa allar innihaldið fleiri lög en hefur þurft og það sem ég gerði áður var að gefa út lúxusplötu seinna meir með aukaefni en okkur langaði ekki að gera það núna svo við settum bara öll lögin á plötuna“ En hvernig semur þú lögin? „90% af lögunum voru samin á tónleikaferðalagi og ég tek upp mismunandi hugmyndir á ferðalögum og set hugmyndirnar svo saman, við þróum þessar hugmyndir svo í hljóðprufum. Þegar að tónleikaferðin er búin hittist hljómsveitin svo og við setjum þessi lög saman, tökum upp demó og sendum á Myles (Kennedy, söngvari) og þegar hann er ekki sjálfur að ferðast með Alter Bridge hittumst við allir og klárum lögin.“Gítarleikarinn Slash heldur tónleika hér í desember.NordicPhotos/GettyTónleikaferð Slash um Evrópu hefst fljótlega í Dublin og síðustu tónleikarnir verða svo í Reykjavík 6. desember. Aðspurður um hvort væri skemmtilegra að vera í hljóðveri eða á ferðalagi stóð ekki á svörum hjá Slash, „Það er miklu skemmtilegra á tónleikaferðum. Ég er mjög óþolinmóður þegar kemur að hljóðversvinnu og vil helst klára allt sem fyrst til að geta byrjað að koma fram á tónleikum. Ég held reyndar að ómeðvitað hafi það alltaf verið hugsunin þegar ég byrjaði að spila á gítar, að komast í hljómsveit til að geta komið fram á tónleikum.“Slash vakti mikla athygli þegar hann gaf út myndband við lagið World on Fire, fyrsta smáskífa samnefndrar plötu, en myndbandið þykir í grófari kantinum og er m.a. bannað fyrir áhorfendur yngri en 16 ára á Youtube. Slash segir þó að þessi „hættulega“ ímynd hans sé ekki eitthvað sem hann hugsar meðvitað um. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa út í, ég held að ég gæti ekki einu sinni bent á þetta sjálfur“ segir Slash og hlær. Litlu munaði að Slash kæmi til Íslands árið 2006 ásamt hljómsveitinni Velvet Revolver en vegna erfiðleika hjá Scott Weiland, söngvara sveitarinnar, þurftu þeir að hætta við alla fyrirhugaða tónleika sína í Evrópu og verður þetta því í fyrsta sinn sem Slash spilar á Íslandi, eitthvað sem hann var ekki alveg með á hreinu sjálfur. „Við vorum einmitt að pæla í þessu, ég hélt að ég hefði spilað áður á Íslandi en það er trúlega útaf Velvet Revolver tónleikunum sem áttu að vera þar, en þessvegna er ég mjög spenntur að koma. Mér finnst alltaf gaman að koma á staði í fyrsta sinn auk þess veit ég að Íslendingar eru miklir rokkarar og þar eru góðir rokkáhorfendur.“ Hann segist þó ekki geta skoðað mikið af landinu að þessu sinni „Því miður komum við til landsins kvöldið áður en að tónleikarnir fara fram og svo þurfum við að fljúga beint heim degi seinna en þá komum við bara aftur síðar.“ En hvað gerir Slash til að eyða tíma á tónleikaferðum, sérstaklega eftir að hann hætti að drekka? „Ég reyni að semja eins mikið og ég get, ég dregið mig talsvert í hlé á ferðalögum og eyði miklum tíma á hótelherberginu eða búningsklefanum að spila á gítarinn. Ég reyni þó alltaf að sjá öll þessi helstu kennileiti á hverjum stað fyrir sig.“Slash og Michael Jackson árið 2001.En þegar hann var spurður hvort hann hafi einhver ráð handa þeim sem eru að byrja að feta sig áfram í tónlistarbrananum stóð ekki á svörum. „Ég hef helling af ráðum en fæstir vilja heyra þau“ sagði Slash hlæjandi. „En ef þú spilar á hljóðfæri og er heiðarlegur og í þessu af öllum réttu ástæðunum er þetta það besta í heimi og um að gera að halda áfram, en ég myndi ekki mæla með að fólk reyni að gera starfsferil úr þessu því það er mjög erfitt, sérstaklega núna. Hluti af ráðum mínum væri því að hvetja alla að halda áfram að spila en gera það af réttu ástæðunum, þetta snýst allt um tónlistina en ekki frægð og frama. Í gamla daga stofnaði maður hljómsveit og vonaðist svo eftir að peningarnir kæmu flæðandi en það er ekki þannig lengur.“ Undanfarið hefur Slash einmitt talað gegn þessum tónlistarbransa og hversu erfitt er fyrir nýjar hljómsveitir að komast á framfæri og hefur hann m.a. stofnað sitt eigið útgáfufyrirtæki til að gefa út plötur sínar, hann segir þó að það hafi ekki verið gert til þess að öðlast listrænt frelsi. „Það gefur mér vissulega frelsi til að gera allt sem ég vil en ég hef svosem alltaf gert hlutina nákvæmlega eins og ég vil hafa þá, en það er betra fyrir mig að gera þetta sjálfur núna en að vera bundin einhverju plötufyrirtæki. Í rokktónlist eru vonir um að slá í gegn hjá plötufyrirtæki nánast engar. En ég hef líka möguleika á að gera þetta sjálfur, ég hef verið í þesu svo lengi að ég get leyft mér það, en jafnvel fyrir nýjar hljómsveitir eru leiðir til þess að standa sjálfar í útgáfu með nokkuð ódýrum hætti. En til að dreifa plötum þarf þó að treysta á aðra, jafnvel ég dreifi plötunni minni ekki sjálfur heldur er útgáfufyrirtæki sem sér um það.“ En eftir að Slash hóf sólóferil sinn hefur hann aldrei verið feimin að spila öll vinsælustu lög þeirra hljómsveita sem hann hefur starfað með, bæði Guns N‘ Roses og Velvet Revolver. Þykir honum enn svona vænt um þessi lög? „Já, algjörlega! Það er nú eiginlega ástæðan af hverju ég hóf sólóferil, ég hafði ekki það frelsi í Velvet Revolver að spila Guns N‘ Roses lögin. Eftir að ég hóf sólóferilinn get ég núna spilað allt sem ég vil, þó svo að af megninu eru þetta lög af sólóferlinum.“ En eru þá einhverjir möguleikar á að hann gangi aftur til liðs við Guns N‘ Roses? „Ekki eins og staðan er í dag nei.“ Eins og fyrr segir fara tónleikar Slash og hljómsveitar fram í Laugardalshöll þann 6.desember og er hægt að nálgast miða hér.
Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Félagsmálaráðherra ræddi húsnæðismál, Breiðholtið og skuldaniðurfellingu Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Styður afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma rök Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon