Hætta á færibandavinnu í málum hælisleitenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:04 Lögmaður Útlendingastofnunar segir málsmeðferð Omos hafa verið vandaða - hann hefði fengið tíma og tækifæri til að koma öllum sínum sjónarmiðum á framfæri. vísir/pjetur Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15
Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent