Fótbolti

Þóroddur gaf sjö gul og dæmdi tvö víti á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóroddur Hjaltalín í leik í sumar.
Þóroddur Hjaltalín í leik í sumar. Vísir/Valli
Þóroddur Hjaltalín dæmdi í dag leik Athletic Bilbao og Porto í Meistaradeild ungmenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Baracaldo á Spáni.

Þóroddur var ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því honum til aðstoðar voru þeir Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Þóroddur dæmdi tvö víti, eitt á hvort lið, og gaf sjö gul spjöld í leiknum þar af tvö þeirra á leikmenn Athletic Bilbao í uppbótartíma þegar Bilbao-liðið var 3-1 yfir.

Porto komst í 1-0 á 21. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Athletic Bilbao jafnaði á 57. mínútu og komst síðan yfir með marki úr víti ellefu mínútum síðar.

Meistardeild ungmenna er leikin samhliða Meistaradeild Evrópu og raðast þá ungmennalið félaganna í riðla í samræmi við hvernig dregið er í riðla í Meistaradeild UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×