Cleveland aftur á sigurbraut | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 10:41 James og félagar í Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Denver í gær. Vísir/Getty Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta
NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira