Hugmyndina að norðurljósasetri kveðst Viðar hafa fengið lánaða frá vini sínum, Stöðfirðingnum og knattspyrnukappanum Ívari Ingimarssyni, og Viðar vildi tengja setrið ljósmyndum þeirra Jónínu og Jóhönnu, sem hafa birst í fjölmiðlum víða um heim. Þær segja fegurð norðurljósanna í Fáskrúðsfirði hafa kveikt áhuga þeirra á að ljósmynda norðurljós, norðurljósin í Fáskrúðsfirði magnist upp í fjallafegurð.
Þau eiga í viðræðum við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að fá bryggjuhúsið til afnota, sem þau telja henta vel sem norðurljósahús. Þetta verður meðal þess sem fjallað verður um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á þriðjudag, sem er um Fáskrúðsfjörð. Rætt var við þau í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
