Fékk nóg af ruðningi og hvarf út í buskann 30. október 2014 15:00 Kitterman er hér annar frá vinstri. Stjúpsonurinn er lengst til hægri. Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira
Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira