Robben: Verð bara betri með aldrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:45 Arjen Robben verður í eldlínunni með Bayern gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Sjá meira
Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Sjá meira