Elsku Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 21. október 2014 14:55 Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar