Luiz Adriano varð þá fyrsti Brasilíumaðurinn sem nær að skora fimm mörk í einum leik í Evrópukeppni.
Luiz Adriano var líka fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimm mörk á útivelli í sögu Meistaradeildarinnar en aðeins hann og Lionel Messi hafa skorað fimm mörk í einum leik síðan að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992.
Luiz Adriano skoraði fjögur af fimm mörkum sínum í fyrri hálfleiknum þar af þrennu á aðeins sjö mínútna kafla.
Tvö marka hans voru af vítapunktinum þar á meðal eina markið hans í seinni hálfleik sem kom á 82. mínútu leiksins.