Halastjarna lyktar eins og fyllibytta og úldin egg í hestahlöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 14:56 Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar Evrópska geimvísindastofnunin Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira