Gluggalausar en tæknivæddar flugvélar framtíðarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. október 2014 22:19 Hægt væri að fylgjast með útsýninu á rauntíma. Mynd/CPI/Youtube Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira