ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Stefán Árni Pálsson og Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 13:12 Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014 Mið-Austurlönd Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014
Mið-Austurlönd Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira